Lýsing

19. september, laugardagur

Brottför kl. 10  á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23

 Safnast saman í bíla ef vill.

Fararstjórn: Margrét K. Jónsdóttir


Ekið til Húsavíkur. Gengið er eftir göngustíg sem liggur í fjallinu bláa, Húsavíkurfjalli. Gengið upp að Botnsvatni og hringinn í kringum vatnið eftir þægilegum göngustíg. Þaðan liggur leiðin niður með ánni og í gegnum Skrúðgarðinn. Mjög falleg leið. Gangan tekur 2–3 klst.

Eftir ferðina geta þau sem vilja gengið út að Gatklettinum við Bakka með fararstjóra.


Vegalengd alls 11 km. Gönguhækkun: 310 m.


Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.

Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.



Skráning í ferðina
Skráning í ferðina

Búnaður

  • Gönguferðir: 1 skór

    Léttar og stuttar ferðir: Stuttar dagleiðir, 4 - 6 klst. Mest gengið á sléttlendi. Engar eða litlar ár. Léttur dagpoki. Flestum fært.



    Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:

    Góðir skór sem ætlaðir eru til dagsferða og jafnvel göngustafir.

    Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf

    Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi

    Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi, verkjalyf og annað smálegt

    Viðeigandi fatnaður, húfa, vettlingar, hlífðarföt og regnföt

    Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)

    Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar og buff